Long time no.........

Jæja gott fólk, tá er maður mættur aftur. Tölvan búin ad vera i fokki og svo voru smá tæknilegir örðuleikar.....

Smá upprifjun frá því síðast.... Stelpukvöldið ógurlega heppnaðist svona líka vel, 12 stelpur mættar á Söndre, allar til í gleði. Mikið hlegið og sumir ónefndir Marta hömuðust í sjálfsmyndunum.... Skelltum okkur á Ludviksen eftir svakalega hjólaferd sem andaði med MASSA marblettum, sumir föðmuðu nokkur húdd en ekki viljandi og þeir sömu sumir komust a barinn en 5 mín. seinna fór sú sama heim í háttinn og tá held ég rétt yfir miðnættið. Aðrar skemmtu sér konunglega frameftir.

Á laugardeginum mætti Goggi Mikaels í stórborgina og skemmti landanum í Parken. Mætti Simbi med stórfjölskylduna og allt liðið fór á tónleikana. Ég, Steina, Jómbi og Árni fórum ekki og settumst tví ad hjá teim strákunum í hvítvín. Hinir fóru á The Oli tar sem ad var eftirpartý G.M. en ég og Steina sátum adeins lengur en við ætluðum okkur og fórum svo niðri bæ. Tá var búið að loka staðnum og liðið komið í leigubílaröðina svo við héldum heimáleið.

Annars var vikan fín, er búin að fara á Borat 2x og ó mæ god hvad hann er geðveikur. Við literally grétum úr hlátri. Svo á þriðjudeginum fékk ég nú heldur betur skemmtilegt símtal, Stína smink og Emma klemma mættar med familiurnar sínar til Köben. Var haldid strax eftir vinnu í íbúðina þeirra og runnu nokkrir vel niður. Fórum svo á Reef n´beef í gedveikan mat að vanda og ver hlegið óendanlega mikið eins og alltaf þegar þær skellibjöllur mæta á svæðið..  og shop until u drop got a whole new meaning people !!!!!!!

Annars búið að vera nóg að gera í vinnunni og er jólatörnin hér heldur betur að taka kipp og sérstaklega þegar sett voru upp mest takký jólaskraut á Nörrebrogade....

Síðasta föstudag mætti svo Stína vinkona á svæðið og var búið að skipuleggja Sushiveislu að því tilefni. Mætti ég í vinnuna til Róberts þar sem að alltaf á föstudögum eru teknar upp nokkrar flöskur. Sátum þar til 9 og örkuðum svo á staðinn. Og þar vorum við 10 íslendingar saman og að sjálfsögðu í  einni sögunni af SVO mörgum kom einn þjónninn og bað okkur vinsamlegast að hafa lægra hahaha, týbist....... Lentum við svo og já ég meina lentum á massa fylleríi og eftir svona smá drama að þá enduðum Steina, ég og Róbert á einshverjum svaka takký stað tar sem að við dönsuðum eins og vitleysingar. Ljótudansakeppnin tekin og tók Steina hana í nefið ad vanda, Róbert næstum laminn eftir ad hafa vísað einum strák á Idstegade og alltof mörg Gajol skot drukkin enda fékk ég að finna fyrir því daginn eftir .

Á laugardagskvöldinu var okkur svo boðið í Sushi-skvísu-partý til Stínu vinkonu Steinu. Þar flæddu kokteilarnir en við ekki í gangi eftir hörku gærdagsins svo ad við héldum snemma heim í háttinn. Og þar sem að það var nánast maraþon í stigaganginum hjá mér fram undir morgun var ég í engu stuði á sunnudeginum fyrir neiott svo ad við frænkur kúruðum undir sæng og gláptum á TV...

Anywho nenni ekki að skrifa meira og þarf að fara að undibúa mig fyrir Julefrokost sem að er á laugardaginn.... 

Yfir og út !!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grýlurnar

GRÁT GRÁTER ALLTAF AÐ LESA BLOGGIÐ ÞITT OG SVEKKJA MIG MEIR Á ÞVÍ AÐ BÚA EKKI ÞARNA OG HUGSA OHHH HVAÐ ÞAÐ ER GAMAN HJÁ NÍNU..EN HVERNIG ER ÞETTA ER BARA ENDALAUST DJAMM..EN ÉG VEIT ALLVEG AÐ EF  ÉG BJYGGI ÞARNA ÞÁ VÆRI ÉG FLJÓT Á VOG.HEHEHE..

KNÚS TIL ÞÍN RANNVEIG

Grýlurnar, 23.11.2006 kl. 19:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Nina Kristjansdottir
Nina Kristjansdottir

Tónlistarspilari

Arcade Fire - Intervention

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 850

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband