Hef sagt þetta allan tímann......

Sá aðili sem að laug því að öllum íslendingum að Danir væru ligeglad fær það aldeilis í hausinn núna..... Að mínu mati eru Danir einhver rúðustrikaðasta og ferkantaða fólk sem að ég þekki og því hæstánægð að hafa rekist á þessa frétt á mbl.is
 

Danir sjá sjálfa sig í röngu ljósi

 

Danir eru vel liðnir og glaðlyndir og kímnigáfa þeirra rómuð um allan heim, þessu trúa Danir um sjálfa sig samkvæmt nýrri könnun, en Evrópubúar er þó ekki allsendis sammála þessari skoðun Dana. Aðeins 3% Evrópubúa segja Dani kurteisustu þjóð Evrópu. Þetta kemur fram á vefmiðli danska blaðsins Berlingske Tidende.

Þetta kemur fram í könnun sem evrópska útgáfa bandaríska blaðsins Wall Street Journal gerði um skoðun 21 Evrópuþjóðar á sjálfum sér og öðrum.

Danir eru víðast lágt á lista yfir þær þjóðir sem besta orðsporið fer af, sem helgast hugsanlega af því að landið er lítið og jafnvel óþekkt í S- og A-evrópu, en mesta athygli vekur að þeir virðast lítið vinsælli hjá nágrannaþjóðunum. Aðeins 4% Þjóðverja segja Dani kurteisustu þjóð Evrópu, og jafnhátt hlutfall Svía.

Frændur okkar geta þó huggað sig við það að nær engir telja þá sérstaklega ókurteisa, þar eru Svíar þó undantekninr, en 4% þeirra telja Dani ókurteisustu þjóð Evrópu.

 
 Og hana nú !!!!
 
En Danmörk er samt yndisleg   :=)
 
Allavegana byrja að blogga af krafti aftur þegar að ég kem heim 2 janúar..... 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðileg jól elskan... også vona að þú sért búin að hafa það gott yfir hátíðirnar.. også Gleðilegt nýtt ár... også takk fyrir stundirnar á líðandi ári! også hlakka til að sjá þig aftur... også anyways... R. farinn að bíða með bjórinn.. sjáumst fljótlega

...knús og krams ....Jómbi

aftur ....Jómbi ;) (IP-tala skráð) 30.12.2006 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Nina Kristjansdottir
Nina Kristjansdottir

Tónlistarspilari

Arcade Fire - Intervention

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband