Crazy dagur !!!

Ullandi 

Djöfull er heitt í þessu blessaða landi og það er komið 22. sept, hvað er málið ??!! Var á röltinu í allan dag og algjörlega að kafna úr hita.

Var í fríi í dag svo að ég nýtti daginn í að gera allt sem ég hef verið að tossa hingað til. Svaf nú aðeins út en var að sjálfsögðu vakin kl 8 í morgun þegar að kirkjuhelvítið sem er staðsett ská á móti mér byrjaði að hringja sínum blessuðu kirkjuklukkum og ekki í smástund, nei !! heldur í nánast 5 mínútur og svo brjálæðislega hátt.. Pirraði mig á því í smástund en sofnaði svo aftur eins og ungabarn í um 2 tíma.

Manaði mig svo út í sólina og rölti lengst niðrí bæ til að fá dönsku kennitöluna mína og komst svo að því þegar að þangað var komið að hún er á leið til mín í pósti... en fínn göngutúr Brosandi. Rölti svo áleiðis á Vesterbrogade til að fjárfesta í hjóli en sorry Halldóra mín, það er ekki bleikt!!!  En er kallað bedstmor cykle eða ömmuhjól og er fra Cash&Carrie ef einhvern langar til að sjá það á netinu Glottandi.

Og ekki nóg með það að þá lá leið mín alla leið á Nörrebrogade í allar second hand búðirnar þar að sjáfsögðu. En fann engan kjól mér til mikillar gremju. ákvað svo að bjóða Tobba mínum í mat og fór í Netto að versla í mitt "heimsfræga" lasagna og hvað haldið þið !!!  átti þetta líka svakalega móment með einum gæja í búðinni og við skiptumst á símanúmerum og ætlum að reyna að hittast í djamminu á morgun !!!   Bjargaði alveg deginum og ég hélt heim á leið í skýjunum yfir því Koss.

Borðaði svo með Tobba og Signe kærustunni hans og skemmtum okkur konunglega og þá aðalega minn kostnað, en það var nú aðalega því að ég var aðsjálfsöðu að tala á dönsku þar sem að Signe talar ekki íslensku og hún er ekki alveg sú glæsilegast, danskan mín sko. Hljómaði stundum eins og bjáni en það er allt í lagi, sniff !!!

Borðaði reyndar hjá Helga beibí og Ann-Marie í gærkvöldi og hann bað kærlega að heilsa öllum. Peter bróðir Ann-Marie kom líka (Íris mín , þú þekkir hann Ullandi) og hann kom með vin sinn frá Englandi. Hlóum við langt fram eftir kvöldi og skemmti ég mér konunglega.

En nú er nóg komið í bili..... Hilsen fra Köbenhavn. Koss,knus&kram


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæhæ...klassa síða hjá þér syss :) ég var einmitt rétt í þessu að gera auglýsingu fyrir bílinn þinn á mbl.is, mamma alveg ekki að standa sig ;) jújú...en hlakka til að sjá þig 12 okt og að sjá þig hjóla :D hehe sé það ekki fyrir mér en jæja bless þín Unnur bestasyss

Unnur =) (IP-tala skráð) 25.9.2006 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Nina Kristjansdottir
Nina Kristjansdottir

Tónlistarspilari

Arcade Fire - Intervention

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband