Jæja... Taka 2 frá Danaveldi

UllandiÓákveðinnGóðan og blessaðan !!!

Nú á að hefjast blogg... Og svona bara með fyrirvara fyrir ykkur öll sem að nennið að eyða tíma í að lesa þetta að þá biðst ég afsökunar fyrirfram ef að ég er löt við það að blogga Svalur

 Sem sagt að þá er allt gott að frétta úr veldi Margrétar Danadrottningar sem by the way var að koma úr aðgerð..

Er að sjálfsögðu byrjuð að vinna og er á Street Cut sem er staðsett á Nörrebrogade 63 sem er alveg frábær staðsetning. Sjálf bý ég á Söndre Boulevard sem að er í Vesterbro og staðsett í hjarta Kaupmannahafnar, það er að segja næsta hús nánast við Tuborg verksmiðjuna Glottandi  Hentar afskaplega vel....

En það er nóg að gera hjá mér í vinnunni og að sjálfsögðu líka í lífinu almennt hérna í Köben. Við grúppan (s.s. Róbert, Steina, Jómbi og Árni) erum búin að taka nettan túristapakka á þetta svona síðustu 2 vikur og fara í dýragarðinn, bíó, á nyhavn í bjór og fleira skemmtilegt. Veðrið er búið að vera bara gott , sól og næstum 30 stiga hita hvern dag en á víst eitthvað að fara að breytast núna.

Sakna nú Breka míns alveg hryllilega en tala við skæruliðann reglulega. Síðustu fréttir eru þær að hann fór að smala með pabba sínum og fann Golsu lengst uppí fjalli og rak hana í rétt, duglegur þessi elska !!  Svo er hann búinn að missa fyrstu tönnina og eru 2 laflausar tilviðbótar. Veit ekki hvernig barnið verður þegar að hann kemur með ömmu sinni og móðursystur til mín 12. okt..    GOD get ekki beðið !!!

Já og til hamingju FH-ingar með titilinn ..  VEIVEIVEI..   Er að reyna að redda mér miða á FCK-Man.Utd sem fer fram á Parken núna fljótlega !!! Allir að krosssleggja fingur !!! Annars að þá hringdi Stebbi dropi í mig í dag og tilkynnti mér það að við fengum miða á undankeppnina í HM í handbolta sem að nágrannar mínir ( germany) er að fara að halda í janúar næstkomandi. Hlakka svaklega til. Þannig að ég er búin að vera á netinu að finna mér flug til Berlínar sem kostar by the way skitnar 502 kr danskar og tek þaðan lestina til Magdeburgar þar sem að íslendingar munu fara á kostum.

Rn svona í annað að þá búum við ennþá 3 í íbúðinni sem sagt ég , Marta og Tobbi en hann flytur vonandi um næstu helgi  ....hjúkk... vegna þess að ég og Marta neyðumst til að sofa í sama rúmi og ég bý ennþá í ferðatösku sem að er farið að leggjast svoldið á sálarlífið...

En jæja held að ég hafi sett persónulegt met í bloggi núna þannig að ég ætla að fara að vaska upp eftir dýrlegan kvöldverð sem að við frænkur hristum fram með annarri eins og okkur einum er lagið.....   okei veit hvað þið hugsið núna og það er rétt...  Marta Eldaði    Ullandi

En elska ykkur öll og sakna ykkar hroðalega....  Farið nú að láta sjá ykkur hér í Kóngsins....

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Nina Kristjansdottir
Nina Kristjansdottir

Tónlistarspilari

Arcade Fire - Intervention

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband