Færsluflokkur: Bloggar
25.9.2006 | 19:16
Helgin mikla.....
Jæja....
Þá er Par Cup búið. OG fyrir þá sem að ekki vita hvað það er að þá er það Norðurlandamót homma í knattspyrnu !!! Og fékk ísland þann heiður að lenda í 6.sæti af 6 liðum .... Var reynar eina þjóðin sem að ekki var í búningum en fengu í staðinn skærbleik vesti sem að þeim fanst geðveik en það hjálpaði nú lítið við tilþrifin sem voru af skornum skammti. Var reynar líka svoldið rok þannig að flestir voru nú reynar aðeins uppteknari við að halda hairdoinu sem bestu... En íslendingarnir voru nú reynar með stærsta stuðningsmannahópinn sem að fór á kostum.
En svo á laugardagskvöldinu var að sjálfsögðu haldið í homsupartý með öllu genginu og þar var nú allnokkur ölvun, gömul íslensk dægurlög komin á fónin með brunaliði og Ég og Þú í farabroddi og sungið hástöfum með. Skiptum við svo liði og við stelpurnar fórum á straight klúbb sem að heitir Jazzhouse , Reynar vorum við komnar alltof seint út eins og okkur einum er lagið og ekki nenna danir að vera svo leingi út á lífinu. En allavegna að þá rákumst við á nokkra danska leikara og eitthvað posh líð úr danska félagslífinu og auðvita við !!! Mættum svo einum af aðalgiggalo íslendina, Andrés fasteignasala, sem að var hress á kantinum með einhverju lúða vini sínum sem að var alveg brjálaður í okkur stelpurnar. Þeim tókst nú að espa upp hina ýmsu stráka á svæðinu og ver Andrés næstum barinn, tvisvar !! Náðum svo loksins að hrista þá af okkur eftir nokkra fría drykki á barnum, þegar að við hentumst að hitta strakana sem að voru á gaystaðnum Pan. Þar var britney spiluð í allskonar útfærslum við mikinn fögnuð viðstaddra. Orgía í mörgum hornum og allt crazy... Entumst nú alveg til 7 og mætti ég Mörtu í hurðinni á leið í vinnu.... Vantar nú ekki kraftinn í mann, komin langt á þrítugsaldur !!!!
Sunnudagurinn tekinn með trukki í góða veðrinu og haldið í Tívolí þar sem að það var síðasti dagurinn. Vorum í 8 klukkutíma og fór ég í gegnum 3 russíbana en annars var ég bara í því að vera í klappliði en endaði nú með að kaupa árskort.. sko mína enda Halloween framundan. Svo á miðnætti var geggjuð flugeldasýning en þar sem að það var alveg logn rigndi glóðinni yfir okkur.
En er sem sagt á þessari stundu orðinn fullgild í danskt samfélag og komin á hjól !! Er reyndar brjálæðislega nojuð yfir öllum reglunum þar sem að fólk hikar ekki við að skamma mann ef maður fer ekki að settum reglum !!! Þannig að ef ég verð ekki búin að blogga meira næstu viku er verið að skrapa mig af götum Kaupmannahafnar vegna lélegs hjólaárangurs !!!!
En nú er komi nóg....... catch u later loves !!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.9.2006 | 20:22
Crazy dagur !!!
Djöfull er heitt í þessu blessaða landi og það er komið 22. sept, hvað er málið ??!! Var á röltinu í allan dag og algjörlega að kafna úr hita.
Var í fríi í dag svo að ég nýtti daginn í að gera allt sem ég hef verið að tossa hingað til. Svaf nú aðeins út en var að sjálfsögðu vakin kl 8 í morgun þegar að kirkjuhelvítið sem er staðsett ská á móti mér byrjaði að hringja sínum blessuðu kirkjuklukkum og ekki í smástund, nei !! heldur í nánast 5 mínútur og svo brjálæðislega hátt.. Pirraði mig á því í smástund en sofnaði svo aftur eins og ungabarn í um 2 tíma.
Manaði mig svo út í sólina og rölti lengst niðrí bæ til að fá dönsku kennitöluna mína og komst svo að því þegar að þangað var komið að hún er á leið til mín í pósti... en fínn göngutúr . Rölti svo áleiðis á Vesterbrogade til að fjárfesta í hjóli en sorry Halldóra mín, það er ekki bleikt!!! En er kallað bedstmor cykle eða ömmuhjól og er fra Cash&Carrie ef einhvern langar til að sjá það á netinu .
Og ekki nóg með það að þá lá leið mín alla leið á Nörrebrogade í allar second hand búðirnar þar að sjáfsögðu. En fann engan kjól mér til mikillar gremju. ákvað svo að bjóða Tobba mínum í mat og fór í Netto að versla í mitt "heimsfræga" lasagna og hvað haldið þið !!! átti þetta líka svakalega móment með einum gæja í búðinni og við skiptumst á símanúmerum og ætlum að reyna að hittast í djamminu á morgun !!! Bjargaði alveg deginum og ég hélt heim á leið í skýjunum yfir því .
Borðaði svo með Tobba og Signe kærustunni hans og skemmtum okkur konunglega og þá aðalega minn kostnað, en það var nú aðalega því að ég var aðsjálfsöðu að tala á dönsku þar sem að Signe talar ekki íslensku og hún er ekki alveg sú glæsilegast, danskan mín sko. Hljómaði stundum eins og bjáni en það er allt í lagi, sniff !!!
Borðaði reyndar hjá Helga beibí og Ann-Marie í gærkvöldi og hann bað kærlega að heilsa öllum. Peter bróðir Ann-Marie kom líka (Íris mín , þú þekkir hann ) og hann kom með vin sinn frá Englandi. Hlóum við langt fram eftir kvöldi og skemmti ég mér konunglega.
En nú er nóg komið í bili..... Hilsen fra Köbenhavn. Koss,knus&kram
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.9.2006 | 20:38
Sko mig !!!
Þetta blogg element er alveg að fæðast í mér .
Og nú kemur það helsta frá Kóngsins Köben.... Nóg að gera í vinnunni eins og alltaf og í dag klippti ég líka þennan huggulega dreng. Ekki nema að þá á hann hjólabúð og þar sem að hjólamenningin í Köben er mikil að þá er maður ekki maður með mönnum nema að eiga hjól og þá helst á djamminu !!! Vörum við að tala um samgöngur hérna í Köben (fun ekki satt !!) og þá barst talið að hjólaleysi mínu. Og hvað haldiði, hann ætlar að tjékka á því hvað hann á fyrir mig, og ég var nú með smá kröfur um hjól og ætlar hann að hringja í mig á morgun.. ALdrei að vita nema að það verði bleikt... og Halldóra mín, þér er þá velkomið að fá það lánað þegar að þú kemur í heimsókn .
En svona að öðru að þá er nú heldur betur helgi framundan... Íslenskir hommar eru að fara að hertaka borgina... íslenska hommalandsliði í fótbolta, ójá það er til, er að koma til að keppa við danska homma fótboltaliði og Róbert, Jómbi og Árni eru að bilast úr spenningi !!! Ætli ég og Steina fylgjum ekki með og verðum alveg í gírnum ef að ég þekki okkur rétt. Öll helgin plönuð sem sagt og byrjar á morgun þar sem að Helgi hinn fagri og AnnMarie konan hans ætla að bjóða mér í mat og hlakka ég mikið til !! Svo er ég líka í fríi á föstudaginn þanning að það er aldrei að vita hvað gerist annaðkvöld
Og út í allt annað ... STELPUR ATH !!! Það er hægt að fá Naked Sushi á einum stað hérna. Og það fer þannig fram að ungur , ekki of ungur, þjónn ligggur á boxernum einum saman , hlaðinn sushi og svo borðar maður af honum !!! Unformazing !!! Og að sjálfsögðu ætlar ykkar heittelskaða að skella sér á svoleiðis fyrstu helgina í okt ásamt stórum hópi af fólki. Og ekki skemmir fyrir hvað þjónarnir á þessum stað eru beautifull !!! I wonder why !!!!
En vona að þið eigið yndislega helgi ... Lov jú
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.9.2006 | 20:11
Jæja... Taka 2 frá Danaveldi
Góðan og blessaðan !!!
Nú á að hefjast blogg... Og svona bara með fyrirvara fyrir ykkur öll sem að nennið að eyða tíma í að lesa þetta að þá biðst ég afsökunar fyrirfram ef að ég er löt við það að blogga
Sem sagt að þá er allt gott að frétta úr veldi Margrétar Danadrottningar sem by the way var að koma úr aðgerð..
Er að sjálfsögðu byrjuð að vinna og er á Street Cut sem er staðsett á Nörrebrogade 63 sem er alveg frábær staðsetning. Sjálf bý ég á Söndre Boulevard sem að er í Vesterbro og staðsett í hjarta Kaupmannahafnar, það er að segja næsta hús nánast við Tuborg verksmiðjuna Hentar afskaplega vel....
En það er nóg að gera hjá mér í vinnunni og að sjálfsögðu líka í lífinu almennt hérna í Köben. Við grúppan (s.s. Róbert, Steina, Jómbi og Árni) erum búin að taka nettan túristapakka á þetta svona síðustu 2 vikur og fara í dýragarðinn, bíó, á nyhavn í bjór og fleira skemmtilegt. Veðrið er búið að vera bara gott , sól og næstum 30 stiga hita hvern dag en á víst eitthvað að fara að breytast núna.
Sakna nú Breka míns alveg hryllilega en tala við skæruliðann reglulega. Síðustu fréttir eru þær að hann fór að smala með pabba sínum og fann Golsu lengst uppí fjalli og rak hana í rétt, duglegur þessi elska !! Svo er hann búinn að missa fyrstu tönnina og eru 2 laflausar tilviðbótar. Veit ekki hvernig barnið verður þegar að hann kemur með ömmu sinni og móðursystur til mín 12. okt.. GOD get ekki beðið !!!
Já og til hamingju FH-ingar með titilinn .. VEIVEIVEI.. Er að reyna að redda mér miða á FCK-Man.Utd sem fer fram á Parken núna fljótlega !!! Allir að krosssleggja fingur !!! Annars að þá hringdi Stebbi dropi í mig í dag og tilkynnti mér það að við fengum miða á undankeppnina í HM í handbolta sem að nágrannar mínir ( germany) er að fara að halda í janúar næstkomandi. Hlakka svaklega til. Þannig að ég er búin að vera á netinu að finna mér flug til Berlínar sem kostar by the way skitnar 502 kr danskar og tek þaðan lestina til Magdeburgar þar sem að íslendingar munu fara á kostum.
Rn svona í annað að þá búum við ennþá 3 í íbúðinni sem sagt ég , Marta og Tobbi en hann flytur vonandi um næstu helgi ....hjúkk... vegna þess að ég og Marta neyðumst til að sofa í sama rúmi og ég bý ennþá í ferðatösku sem að er farið að leggjast svoldið á sálarlífið...
En jæja held að ég hafi sett persónulegt met í bloggi núna þannig að ég ætla að fara að vaska upp eftir dýrlegan kvöldverð sem að við frænkur hristum fram með annarri eins og okkur einum er lagið..... okei veit hvað þið hugsið núna og það er rétt... Marta Eldaði
En elska ykkur öll og sakna ykkar hroðalega.... Farið nú að láta sjá ykkur hér í Kóngsins....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2006 | 19:42
Fyrsta bloggfærsla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
Tenglar
Ofurkrúttin
myndasídan mín
Tónlistarspilari
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar